Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:34 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18