Útilokar ekki að spila á Íslandi en ætlar að anda rólega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Alex Þór Hauksson stökk nánast fullmótaður inn í Stjörnuliðið 2017, þá aðeins átján ára. Þremur árum síðar var hann gerður að fyrirliða liðsins. vísir/hulda margrét Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson ætlar að taka sér góðan tíma í að ákveða næsta áfangastað á ferlinum. Hann útilokar ekki að spila á Íslandi á næsta tímabili. Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex. Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex.
Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira