Reykjalundur myglaður: Stjórnvöld verði að hjálpa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2023 23:01 Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. einar árnason Forstjóri Reykjalundar segir stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar, en stórum hluta af húsnæðinu verður lokað á morgun. Allt verði reynt til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira