Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:00 Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn um vogskorna ströndina. Séð inn Þorskafjörð. Egill Aðalsteinsson Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23