Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 11:59 Hussein Hussein, ásamt fjölskyldu sinni. Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Þau eru öll nú í Grikklandi. Vísir/Vilhelm Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður. Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður.
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira