Þrír stafir gætu komið Haaland í vandræði hjá aganefndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 10:01 Erling Haaland missti sig alveg við Simon Hooper dómara enda búinn að spila liðsfélaga sinn í gegn á úrslitastundu þegar dómarinn stoppaði leikinn. Getty/James Gill Erling Haaland gjörsamlega trompaðist í blálok leiks Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir að dómarinn leyfði ekki hagnað sem hefði væntanlega fært City sigurmarkið í leiknum. Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær. Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær.
Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira