Aðstandendur komi með rauða rós fyrir þá sem þau hafi misst Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2023 15:31 Frá vinstri er Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Guðlaug Baldursdóttir og svo Gunnar Ingi Valgeirsson. Þrír aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma hafa fengið nóg af úrræðaleysi stjórnvalda og biðlistum og boða til mótmæla næsta laugardag á Austurvelli frá klukkan 13 til 15. Auk þess hafa þau stofnað ný samtök fyrir aðstandendur sem kallast Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAF. Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira