Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:31 Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. „Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum. Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
„Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum.
Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira