Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 11:00 Skýrsla um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi var kynnt í morgun. Vísir/Vilhelm Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira