Fanney með fótboltaheila og getur náð heimsklassa Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 09:00 Fanney Inga Birkisdóttir þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu á dögunum og átti stórkostlegan leik Vísir/Getty Jólin komu snemma í ár með sigri Íslands á Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í fyrradag. Átján ára gamall markvörður Íslands og Vals sló í gegn í frumraun sinni. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíudrauma danska landsliðsins með 1-0 sigri sínum í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í Viborg. Ekki er hægt að ræða um leikinn án þess að minnast á magnaða frumraun markvarðarins Fanneyjar Ingu Birkisdóttur, sem var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Það var engu líkara en að þessi 18 ára gamli markvörður ætti tugi A-landsleikja að baki á sinni ferilskrá. Gísli Þór Einarsson hefur fylgt Fanneyju eftir sem markmannsþjálfari hennar hjá Val undanfarin ár og er hann skiljanlega stoltur af framgöngu hennar með landsliðinu. Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í kvöld.EPA-EFE/Johnny Pedersen „Það var bara mjög gott að sjá hana þarna í markinu. Ég er stoltur af minni konu. Hún stóð sig gríðarlega vel. Þetta er það sem við vissum að byggi í henni.“ Hún virkaði ansi örugg í sínum aðgerðum, óhrædd við að stíga á þetta stóra svið. „Já þetta er bara nákvæmlega þannig, þú lýsir henni bara frábærlega þarna. Hún æfir vel. Allt sem hún gerir, gerir hún hundrað prósent með sinni stóísku ró. Þetta er bara týpísk Fanney. Hún er örugg í því hún tekur sér fyrir hendur, hún æfir svona. Þetta er bara hluti af hennar týpu.“ Hennar tími var kominn Það var á síðasta tímabili, með liði Vals, sem Fanney Inga fékk fyrsta smjörþefinn af því að vera aðalmarkvörður hjá liði í Bestu deildinni. Hún greip það tækifæri líkt og hún gerði með Íslenska landsliðinu í Viborg á dögunum, varð fljótt mikilvægur hluti af liði Vals sem stóð uppi sem Íslandsmeistari með fæst mörk fengin á sig. Fanney gegndi lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals á síðasta tímabili.Vísir/Diego Hvert er þitt mat á því. Hefur hún verið lengi í þessum landsliðsklassa? Var komið að því núna að hún tæki þetta skref? „Það var já eiginlega bara komið að þessu núna á þessu tímabili. Þegar að hún fór að spila á þessu stigi, í Bestu deildinni, þá sá maður að hún gæti þetta. Gert sig gildandi á næsta stigi. Hún hélt svo þróun sinni áfram, hélt áfram að bæta sig með hverjum leiknum sem leið. Hún spilaði eins og hún ætti að baki mörg tímabil í Bestu deildinni.“ Mikill fótboltaheili Hæfileikar Fanneyjar í markmannsstöðunni hafi fljótt komið í ljós fyrir nokkrum árum síðan. „Hún kom í u17 ára liðið hjá okkur sem mjög góður markmaður. Maður sá alveg hæfileikana hjá henni. Fanney hafði alveg ýmislegt til brunns að bera. Svo hefur þetta verið bara nokkuð hröð þróun hjá henni upp á við. Hún vill alltaf bæta sig, er vinnu- og æfingaþjarkur, það gerist því nokkuð hratt að hún nái að koma sér á þetta gæðastig svona snemma.“ Það eru fáir sem þekkja markmanninn Fanney Ingu eins vel og Gísli. Hverja telur hann helstu kosti hennar vera í þessari stöðu. „Hún er bara eldklár í fótbolta. Pælir mikið og horfir mikið á fótbolta. Ekkert sem hún gerir er einhver tilviljun. Hún er búin að pæla í öllu því sem hún gerir fram og til baka. Hún er mikill fótboltaheili, eitthvað sem er kannski skrítið að segja um markmann. En hún kann fótbolta.“ Skilaboðin tala sínu máli Frábær frumraun hennar með landsliðinu en það má ætla að hún skoði leik sinn gegn Danmörku og finni eitthvað til þess að bæta í sínum leik. Er það ekki kannski málið núna, þú ert komin með frábæra frumraun en nú snýst þetta um að byggja ofan á hana? „Jú. Hún sendi mér einmitt skilaboð eftir leikinn gegn Dönum þar sem að hún sagði einmitt: „Við byggjum ofan á þetta,“ hún er alltaf að leita að smáatriðum í sínum leik til þess að bæta sig og verða betri. Það lýsir hennar frábæra karakter.“ Lok, lok og læs hjá Fanney Vísir/Vilhelm Og ef Fanney heldur áfram að bæta sig, verða betri, hvert langt getur hún náð? „Hún getur náð langt. Hversu langt? Eigum við ekki bara að segja heimsklassa.“ Frammistaða þessa 18 ára gamla markmanns mun án efa varpa á henni kastljósinu. Fanney er samningsbundin Íslandsmeisturum Vals en hversu mikið lengur? „Því miður fyrir okkur hjá Val held ég að hún hafi vakið töluverða athygli með þessari frammistöðu sinni. Við munum halda í hana eins og við getum. En ég held að hún muni halda út á endanum. Með þessari frammistöðu, á hennar aldri aðeins átján ára gömul, þá held ég að það sé alveg klárt,“ segir Gísli en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Íslenski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Ekki er hægt að ræða um leikinn án þess að minnast á magnaða frumraun markvarðarins Fanneyjar Ingu Birkisdóttur, sem var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Það var engu líkara en að þessi 18 ára gamli markvörður ætti tugi A-landsleikja að baki á sinni ferilskrá. Gísli Þór Einarsson hefur fylgt Fanneyju eftir sem markmannsþjálfari hennar hjá Val undanfarin ár og er hann skiljanlega stoltur af framgöngu hennar með landsliðinu. Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í kvöld.EPA-EFE/Johnny Pedersen „Það var bara mjög gott að sjá hana þarna í markinu. Ég er stoltur af minni konu. Hún stóð sig gríðarlega vel. Þetta er það sem við vissum að byggi í henni.“ Hún virkaði ansi örugg í sínum aðgerðum, óhrædd við að stíga á þetta stóra svið. „Já þetta er bara nákvæmlega þannig, þú lýsir henni bara frábærlega þarna. Hún æfir vel. Allt sem hún gerir, gerir hún hundrað prósent með sinni stóísku ró. Þetta er bara týpísk Fanney. Hún er örugg í því hún tekur sér fyrir hendur, hún æfir svona. Þetta er bara hluti af hennar týpu.“ Hennar tími var kominn Það var á síðasta tímabili, með liði Vals, sem Fanney Inga fékk fyrsta smjörþefinn af því að vera aðalmarkvörður hjá liði í Bestu deildinni. Hún greip það tækifæri líkt og hún gerði með Íslenska landsliðinu í Viborg á dögunum, varð fljótt mikilvægur hluti af liði Vals sem stóð uppi sem Íslandsmeistari með fæst mörk fengin á sig. Fanney gegndi lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals á síðasta tímabili.Vísir/Diego Hvert er þitt mat á því. Hefur hún verið lengi í þessum landsliðsklassa? Var komið að því núna að hún tæki þetta skref? „Það var já eiginlega bara komið að þessu núna á þessu tímabili. Þegar að hún fór að spila á þessu stigi, í Bestu deildinni, þá sá maður að hún gæti þetta. Gert sig gildandi á næsta stigi. Hún hélt svo þróun sinni áfram, hélt áfram að bæta sig með hverjum leiknum sem leið. Hún spilaði eins og hún ætti að baki mörg tímabil í Bestu deildinni.“ Mikill fótboltaheili Hæfileikar Fanneyjar í markmannsstöðunni hafi fljótt komið í ljós fyrir nokkrum árum síðan. „Hún kom í u17 ára liðið hjá okkur sem mjög góður markmaður. Maður sá alveg hæfileikana hjá henni. Fanney hafði alveg ýmislegt til brunns að bera. Svo hefur þetta verið bara nokkuð hröð þróun hjá henni upp á við. Hún vill alltaf bæta sig, er vinnu- og æfingaþjarkur, það gerist því nokkuð hratt að hún nái að koma sér á þetta gæðastig svona snemma.“ Það eru fáir sem þekkja markmanninn Fanney Ingu eins vel og Gísli. Hverja telur hann helstu kosti hennar vera í þessari stöðu. „Hún er bara eldklár í fótbolta. Pælir mikið og horfir mikið á fótbolta. Ekkert sem hún gerir er einhver tilviljun. Hún er búin að pæla í öllu því sem hún gerir fram og til baka. Hún er mikill fótboltaheili, eitthvað sem er kannski skrítið að segja um markmann. En hún kann fótbolta.“ Skilaboðin tala sínu máli Frábær frumraun hennar með landsliðinu en það má ætla að hún skoði leik sinn gegn Danmörku og finni eitthvað til þess að bæta í sínum leik. Er það ekki kannski málið núna, þú ert komin með frábæra frumraun en nú snýst þetta um að byggja ofan á hana? „Jú. Hún sendi mér einmitt skilaboð eftir leikinn gegn Dönum þar sem að hún sagði einmitt: „Við byggjum ofan á þetta,“ hún er alltaf að leita að smáatriðum í sínum leik til þess að bæta sig og verða betri. Það lýsir hennar frábæra karakter.“ Lok, lok og læs hjá Fanney Vísir/Vilhelm Og ef Fanney heldur áfram að bæta sig, verða betri, hvert langt getur hún náð? „Hún getur náð langt. Hversu langt? Eigum við ekki bara að segja heimsklassa.“ Frammistaða þessa 18 ára gamla markmanns mun án efa varpa á henni kastljósinu. Fanney er samningsbundin Íslandsmeisturum Vals en hversu mikið lengur? „Því miður fyrir okkur hjá Val held ég að hún hafi vakið töluverða athygli með þessari frammistöðu sinni. Við munum halda í hana eins og við getum. En ég held að hún muni halda út á endanum. Með þessari frammistöðu, á hennar aldri aðeins átján ára gömul, þá held ég að það sé alveg klárt,“ segir Gísli en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Íslenski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira