Versta hrina Manchester City í sex ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 15:47 Nú reynir á Pep Guardiola að snúa gengi Manchester City við eins og oft áður er von á liðinu á miklu skrifið þegar það fer að vora á ný. AP/Dave Thompson Englandsmeistarar Manchester City eru nú eitt af þeim liðum sem hafa þurft að bíða lengst eftir sigri í ensku úrvalsdeildinni. Það eru liðin sex ár síðan Manchester City liðið beið síðast svona lengi eftir sigri. Eftir þrjú jafntefli í röð þá tapaði City liðið 1-0 á móti sjóðheitu Aston Villa liði í gær. Fjórir leikir í röð án sigurs og það gerðist síðasta hjá lærisveinum Pep Guardiola í ensku úrvalsdeildinni í marsmánuði árið 2017. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Það er heldur ekki eins og sigur Aston Villa hafi komið gegn gangi leiksins. Liðið átti 22 skot þar af fimmtán í fyrri hálfleiknum. Alls þurfti Ederson að verja sex skot í marki City. Vænt mörk, xG, var líka 2,06 á móti 0,86, Aston Villa liðinu í hag. Leon Bailey skoraði eina mark leiksins sextán mínútum fyrir leikslok. „Þeir spiluðu betur en við og við erum í vandræðum,“ sagði Pep Guardiola við Amazon Prime eftir leikinn. Jafnteflisleikir City voru á móti Tottenham (3-3), Liverpool (1-1) og Chelsea (4-4). Í millitíðinni vann City 3-2 heimssigur á RB Leipzig í Meistaradeildinni eftir að hafa lent 2-0 undir. City situr nú í fjórða sætinu, sex stigum á eftir toppliði Arsenal og bara þremur stigum á undan nágrönnunum í Manchester United þar sem allt á að vera að fjara til fjandans samkvæmt ensku blöðunum. Manchester United are just 3pts behind Manchester City in the Premier League pic.twitter.com/lLrKmmbJhO— LiveScore (@livescore) December 7, 2023 Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Það eru liðin sex ár síðan Manchester City liðið beið síðast svona lengi eftir sigri. Eftir þrjú jafntefli í röð þá tapaði City liðið 1-0 á móti sjóðheitu Aston Villa liði í gær. Fjórir leikir í röð án sigurs og það gerðist síðasta hjá lærisveinum Pep Guardiola í ensku úrvalsdeildinni í marsmánuði árið 2017. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Það er heldur ekki eins og sigur Aston Villa hafi komið gegn gangi leiksins. Liðið átti 22 skot þar af fimmtán í fyrri hálfleiknum. Alls þurfti Ederson að verja sex skot í marki City. Vænt mörk, xG, var líka 2,06 á móti 0,86, Aston Villa liðinu í hag. Leon Bailey skoraði eina mark leiksins sextán mínútum fyrir leikslok. „Þeir spiluðu betur en við og við erum í vandræðum,“ sagði Pep Guardiola við Amazon Prime eftir leikinn. Jafnteflisleikir City voru á móti Tottenham (3-3), Liverpool (1-1) og Chelsea (4-4). Í millitíðinni vann City 3-2 heimssigur á RB Leipzig í Meistaradeildinni eftir að hafa lent 2-0 undir. City situr nú í fjórða sætinu, sex stigum á eftir toppliði Arsenal og bara þremur stigum á undan nágrönnunum í Manchester United þar sem allt á að vera að fjara til fjandans samkvæmt ensku blöðunum. Manchester United are just 3pts behind Manchester City in the Premier League pic.twitter.com/lLrKmmbJhO— LiveScore (@livescore) December 7, 2023
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira