Heimamenn í Fredericia byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu sitt fyrsta mark á 19. mínútu áður en liðið tvöfaldaði forystuna sex mínútum síðar. Þriðja markið leit svo dagsins ljós á 40. mínútu og útlitið svart fyrir Íslendingalið Lyngby.
Sævar Atli Magnússon minnkaði þó muninn fyrir Lyngby á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var því 3-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Kolbeinn Finnsson, sem byrjaði leikinn, var svo tekinn af velli eftir rétt rúmlega klukkutíma leik. Stuttu síðar nælda hann sér svo í sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Skömmu síðar skoraði Fredrik Gytkjær annað mark Lyngby og sá til þess að munurinn er aðeins eitt mark fyrir síðari leik liðanna sem fer fram á heimavelli Lyngby um komandi helgi.