Atlantic og FH fara jöfn í jólin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 21:53 Brnr og Wzrd toppuðu stigatöflurnar í leiknum. Atlantic höfðu sigur gegn FH er liðin mættust á Anubis fyrr í kvöld. Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti
Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti