Klámplága og kynferðislegt ofbeldi tröllríður Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2023 15:12 Hildu Jönu varð illa brugðið þegar hún fór í saumana á nýrri rannsókn sem leiðir í ljós að mikill fjöldi stúlkna í 10. bekk kannist við það sem kalla má kynferðisleg áreitni og jafnvel ofbeldi. vísir/vilhelm Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, ætlar að óska eftir umræðu í bæjarstjórn um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið vill hún leggja fram tillögur um áætlun til að sporna við fótum gegn kynferðisofbeldi sem er algengara á Akureyri en annars staðar. Hilda Jana lagðist yfir rannsóknina og henni var brugðið þegar henni varð ljóst hversu illa unglingar á Akureyri eru að koma út úr rannsókninni. Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem HÍ annaðist fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið: Að safna gögnum um velferð og viðhorf barna. Rannsóknin leiðir í ljós slæma stöðu í málaflokknum. „Í rannsókninni kemur m.a. fram að 20% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar svari því að þær hafi upplifað að annar unglingur hafi haft munnmök eða samfarir við þær gegn þeirra vilja. Ein af hverjum fimm!“ skrifar Hilda Jana í grein sem hún birtir á Akureyri.net. Hildu Jönu er brugðið. Hún bendir á að ef önnur landsvæði en Norðurland eystra eru skoðuð er sambærilegt hlutfall 14 prósent. „Í dag er nauðgun skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis þá er um nauðgun að ræða.“ Bæjarfulltrúinn heldur áfram að rekja niðurstöður sem sjá má í rannsókninni. 22 prósent stúlkna 10. bekkjar grunnskóla Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur sem er að minnsta kosti fimm árum eldri eða fullorðinn hafi káfað á þeim. Til samanburðar eru þessar tölur 17 prósent ef litið er til annarra landsvæða. „Þá segjast 12% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k 5 árum eldri en þær hafi reynt að hafa samfarir eða munnmök við þær, hlutfallið á öðrum landsvæðum er 9%. 7% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri en þær hafi haft munnmök eða samfarir við þær, en 4% stúlkna á öðrum landsvæðum,“ skrifar Hilda Jana. Þá segjast 64 prósent stúlkna í grunnskólum Akureyrarbæjar að þær hafi verið beðnar um að senda af sér nektarmyndir. Hilda Jana ætlar að taka málið upp í bæjarstjórn. Kynferðisofbeldi Akureyri Klám Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Hilda Jana lagðist yfir rannsóknina og henni var brugðið þegar henni varð ljóst hversu illa unglingar á Akureyri eru að koma út úr rannsókninni. Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem HÍ annaðist fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið: Að safna gögnum um velferð og viðhorf barna. Rannsóknin leiðir í ljós slæma stöðu í málaflokknum. „Í rannsókninni kemur m.a. fram að 20% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar svari því að þær hafi upplifað að annar unglingur hafi haft munnmök eða samfarir við þær gegn þeirra vilja. Ein af hverjum fimm!“ skrifar Hilda Jana í grein sem hún birtir á Akureyri.net. Hildu Jönu er brugðið. Hún bendir á að ef önnur landsvæði en Norðurland eystra eru skoðuð er sambærilegt hlutfall 14 prósent. „Í dag er nauðgun skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis þá er um nauðgun að ræða.“ Bæjarfulltrúinn heldur áfram að rekja niðurstöður sem sjá má í rannsókninni. 22 prósent stúlkna 10. bekkjar grunnskóla Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur sem er að minnsta kosti fimm árum eldri eða fullorðinn hafi káfað á þeim. Til samanburðar eru þessar tölur 17 prósent ef litið er til annarra landsvæða. „Þá segjast 12% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k 5 árum eldri en þær hafi reynt að hafa samfarir eða munnmök við þær, hlutfallið á öðrum landsvæðum er 9%. 7% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri en þær hafi haft munnmök eða samfarir við þær, en 4% stúlkna á öðrum landsvæðum,“ skrifar Hilda Jana. Þá segjast 64 prósent stúlkna í grunnskólum Akureyrarbæjar að þær hafi verið beðnar um að senda af sér nektarmyndir. Hilda Jana ætlar að taka málið upp í bæjarstjórn.
Kynferðisofbeldi Akureyri Klám Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira