Evrópusambandið setur lög um gervigreind Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 15:26 Thierry Breton iðnaðarmálastjóri ESB leiddi samningaviðræðurnar. EPA Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind. Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni. Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni.
Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira