Segir Argentínumönnum að búa sig undir lostmeðferð Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2023 06:14 Javier Milei ávarpaði þjóð sína af svölum forsetahallarinnar í Buenos Aires. AP Javier Milei sagði Argentínumönnum að búa sig undir „lostmeðferð“ þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að hafa svarið embættiseið sem nýr forseti Argentínu í gær. Milei, sem er hægri popúlisti, varaði landsmenn við því að „peningarnir væru uppurnir“ og boðaði jafnframt strangar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Hinn 53 ára Milei vann óvæntan sigur í forsetakosningunum í landinu í nóvember síðastliðinn þar sem hann boðaði stórfelldar breytingar, en ástand efnahagsmála í landinu hefur verið mjög bágborið síðustu árin. Breska ríkisútvarpið segir frá því að ræða hins nýja forseta í gær hafi tekið af allan vafa um varðandi það að Argentínumenn eru í þann mund að verða vitni að stefnu í efnahagsmálum sem sé gjörólík þeirri sem fyrri forsetar hafa framfylgt. Hann sagðist munu þurfa að ráðast í stórfelldan niðurskurð sem ætlað væri að draga úr afleitri skuldastöðu ríkisins og draga úr verðbólgu sem mælist nú 140 prósent. „Aðalmálið er að það er ekkert annað en aðhaldsaðgerðir í boði og það er ekkert annað en lostmeðferð í boði,“ sagði Milei. „Við vitum að til skamms tíma þá mun ástandið versna en við munum njóta ávaxta erfiðisins. Milei boðaði kosningabaráttunni að hann myndi herða reglur um þungunarrof, slaka á vopnalöggjöf og þá segist hann vera mikill efasemdamaður þegar kæmi að loftslagsmálum. Milei ávarpaði þjóð sína við forsetahöllina, en við hlið hans var systir hans, Karina, sem búist er við að verði mikil áhrifamanneskja á bak við tjöldin í stjórn Milei. Argentína Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Milei, sem er hægri popúlisti, varaði landsmenn við því að „peningarnir væru uppurnir“ og boðaði jafnframt strangar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Hinn 53 ára Milei vann óvæntan sigur í forsetakosningunum í landinu í nóvember síðastliðinn þar sem hann boðaði stórfelldar breytingar, en ástand efnahagsmála í landinu hefur verið mjög bágborið síðustu árin. Breska ríkisútvarpið segir frá því að ræða hins nýja forseta í gær hafi tekið af allan vafa um varðandi það að Argentínumenn eru í þann mund að verða vitni að stefnu í efnahagsmálum sem sé gjörólík þeirri sem fyrri forsetar hafa framfylgt. Hann sagðist munu þurfa að ráðast í stórfelldan niðurskurð sem ætlað væri að draga úr afleitri skuldastöðu ríkisins og draga úr verðbólgu sem mælist nú 140 prósent. „Aðalmálið er að það er ekkert annað en aðhaldsaðgerðir í boði og það er ekkert annað en lostmeðferð í boði,“ sagði Milei. „Við vitum að til skamms tíma þá mun ástandið versna en við munum njóta ávaxta erfiðisins. Milei boðaði kosningabaráttunni að hann myndi herða reglur um þungunarrof, slaka á vopnalöggjöf og þá segist hann vera mikill efasemdamaður þegar kæmi að loftslagsmálum. Milei ávarpaði þjóð sína við forsetahöllina, en við hlið hans var systir hans, Karina, sem búist er við að verði mikil áhrifamanneskja á bak við tjöldin í stjórn Milei.
Argentína Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
„Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35
Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15