Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 12:48 Gunnþórunn ásamt Óla eiginmanni sínum. Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag.
Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira