Segir áreitið gagnvart James vera ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:01 Atvikið í leik Chelsea og Arsenal. James á hér í höggi við Lia Walti leikmann Arsenal en James fékk gult spjald fyrir brotið og var tekin af velli strax í kjölfarið. Vísir/Getty Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, segir áreiti sem Lauren James hefur mátt þola vera ógeðslegt. Hún segir leikmanninn ekki vera á góðum stað andlega. Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“ Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira