Fékk búslóðina mölétna úr geymslu: „Það var allt morandi í flugu og eggjum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 09:50 Steinunn geymir ullarfatnað og annað sem mölflugur ráðast á í plastkössum. Vísir/RAX Steinunn S. Þorsteins Ólafardóttir sótti búslóð sína úr geymslu í upphafi þessa árs og hefur frá þeim tíma barist við mölflugur á heimili sínu. Búslóðin hafði þá verið í geymslunni í tíu mánuði. Hún hefur þurft að henda fatnaði, dóti og fleiru í kjölfarið sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. „Ég var ólétt og var svo hræðilega slæm af grindarverkjum,“ segir Steinunn og að staðan hafi verið svo slæm að hún hafi verið orðin alveg ósjálfbjarga. Hún átti von á sínu fyrsta barni og hafi vegna aðstæðna ákveðið að selja íbúðina sína í Reykjavík og flytja til systur sinnar í Hveragerði tímabundið. „Þau hugsuðu um mig síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar og fyrsta hálfa árið eftir að dóttir mín fæddist. Búslóðinni var pakkað niður af vinum og vandamönnum því ég gat ekkert gert,“ segir Steinunn sem svo ákvað að kaupa sér íbúð í Hveragerði. „Ég sótti búslóðina mína í janúarlok 2023 og um tveimur vikum síðar verð ég vör við mölflugur á sveimi heima hjá mér. Ég fann mölétna peysu og mölfluguegg í eigum mínum og við tók hreinsunarstarf sem sér ekki fyrir endann á,“ segir Steinunn. Verulegt tjón Hún segir eignatjónið verulegt, kostnað vegna þrifa og eitrana telja á tugum þúsunda. „Tjónið er mikið tilfinningalegt þar sem ég hef hent mikið af handprjónuðu og útsaumuðu af mér eða ættingjum. Til dæmis henti ég peysu sem amma mín heitin prjónaði, peysu sem mamma mín prjónaði og peysum sem ég prjónaði sjálf.“ Utan þessa beina kostnaðar hefur sjálf varið mörgum klukkustundum í þrif á húsnæði, húsgögnum og fatnaði. „Tíminn sem hefur farið í þrif eru tugir klukkustunda í hverjum mánuði. Það hef ég yfirleitt gert eftir að stelpan mín er sofnuð, eða þegar ég hef sett hana í pössun til systur minnar yfir helgi á meðan ég fer í stóru verkefnin. Það er fyrir utan hefðbundin heimilisþrif og þvott. Ég er að tala um aukaþrif þar sem ég fer í gegnum skúffur og skápa, þríf allt og skoða allar eigur mínar. Færi til húsgögn og þríf undir þeim og bak við þau.“ Stafli af ullarvörum sem Steinunn henti. Fötin eru bæði götótt og þakin möl. Aðsend Hún segir að sé alveg útilokað að mölflugurnar hafi verið í íbúðinni áður en hún kom. Bæði hafi meindýraeyðarnir ekkert séð í húsinu sem hafi gefið til kynna að þær hafi verið fyrir auk þess sem hún hafi varið um átta vikum í undirbúning áður en hún flutti inn „Ég fékk afhent í byrjun desember og var í um átta vikur að mála og gera til. Því ég er bara ein með ungabarn og hund þó ég hafi líka fengið mikla aðstoð vina og fjölskyldunnarfd á þessum tíma. Ég var hér í átta vikur daglega að vinna og varð ekki vör við neitt. Það er því alveg útilokað að þetta hafi verið hér fyrir,“ segir Steinunn. Spurð hvernig hún verði vör við flugurnar segir Steinunn að fyrst hafi það verið þannig að hún kveikti ljósin og sá flugurnar fljúga í felur. „Það var ekki fyrr en ég fór að þrífa hátt og lágt sem fleiri komu í ljós. Eftir að ég lét eitra var ég endalaust að ryksuga upp dauðar mölflugur hér og þar. Í gluggakistum, á gólfum, inni í skúffum og kommóðu og fataskáp.“ Flugur í dóti sem geymt var í plastkassa Steinunn segir að í byrjun sumars hafi hún haldið að plágan væri loks farin. En svo, henni til mikillar furðu, opnaði hún plastkassa með hundadóti sem hún notaði sjaldan og fann fleiri. „Það var inni í skáp, undir öðrum kassa, og því myrkur og engin hreyfing. Það var allt morandi í flugu og eggjum. Það var hreiður. Fullt af eggjum og lirfum búið að festa sig í hundadóti og var þar að nærast á hundahárunum,“ segir Steinunn. Hún segir það mikla vinnu að vera stanslaust að kíkja undir húsgögn, færa þau til, kíkja í horn og króka og kima til að ganga úr skugga um að það séu ekki mölflugur, egg eða lirfur. „Því þær eru svo góðar að fela sig.“ Fatamölur fer í flíkur sérstaklega úr dýrahárum, ull, feld, silki. fiðri og leðri, hann getur farið í ullarmottur og teppi.Vísir/RAX Hún segir að um leið og hún hafi fyrst orðið vör við mölflugurnar hafi hún haft samband við meindýraeyði sem eitraði á sama tíma og hún þreif nærri allar eigur sínar. „Ég tók allan ullarfatnað og yfirfór, setti í lofttæmdan poka og geymdi það svo í frystikistu í þrjár vikur.“ Steinunn segist svo hafa komist að því nokkrum vikum síðar að þrifin og eitrunin hafi ekki dugað. „Ég fann fleiri mölflugur, egg og það sem ég er farin að kalla mölfluguhreiður. Sem er þyrping af eggjum og lirfum. Þá fóru fyrst að renna á mig tvær grímur því ég fann eggin í útivistarfatnaði, gömlum íþróttaskóm, í bili milli parkets og veggjar og í sófanum mínum á milli sessu og baks. Miðað við útbreiðsluna finnst mér líklegt að það hafi mjög mikið borist inn með búslóðinni minni, egg og hreiður á mörgum skrítnum stöðum og margar fullvaxta flugur sem gátu haldið áfram að fjölga sér á heimilinu mínu,“ segir Steinunn. Algengari áður Þess má geta að mölflugur eða mölur er í raun fiðrildi sem lengi var kallað fatamölur. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands segir að fatamölur hafi verið algengari þegar notkun á ullar- og skinnavörum var meiri en nú er. Lirfur mölflugunnar geta ekki étið bómullar- eða gerviefni og af þeim orsökum er mölurinn sjaldgæfari í dag. Vegna þess að þær geta ekki étið bómullar eða gerviefni kom það því Steinunni mjög á óvart að finna eggin og flugurnar í útivistarfatnaðinum og í sófanum. Á vef Leiðbeiningastöð heimilanna kemur þó fram að mölflugur nærast ekki bara á efnum úr dýrahári, heldur einnig á svita, mannshári dauðum húðfrumum og fleiru. Það geti mögulega útskýrt langlífi þeirra heima hjá henni, en eins og fram hefur komið þá er hún með hund. Eitrað í mars Steinunn segir að eftir þetta hafi hún látið geymslufyrirtækið vita af plágunni. Þau hafi svarað henni og staðfest að eitrað hefði verið fyrir möl í geymslum þeirra, en höfnuðu bótaskyldu. Vísað er í svari þeirra til leigusamnings og skilmála sem segja til um að leigutaka beri að ganga frá munum á viðeigandi hátt, halda geymslunni hreinni og lofta reglulega út. Steinunn færir reglulega til öll húsgögn til að athuga hvort það séu egg, lirfur eða dauðar flugur undir þeim. Vísir/RAX Steinunn segir að yfir öllum geymslum sé gróft net og því ekki vandamál að lofta. En að mölflugur komist auðveldlega á milli geymslnanna. „Þess fyrir utan gefa þeir ekki út neinar leiðbeiningar um hversu vel skuli ganga frá munum með tilliti til ástandsins í húsnæðinu,“ segir hún. Hún segir tryggingarfélög ekki bæta tjón af völdum mölflugna og því sé ljóst að hún fái ekkert bætt. „Sem þýðir að bótakröfur vegna skemmda á eigum vegna mölflugna yrðu að greiðast af fyrirtækinu sjálfu, og líklegast þyrfti að höfða mál á hendur þeim til að fá úr því skorið,“ segir Steinunn og að hún hafi ekki tök á að fara með málið lengra að svo stöddu. Heilu pokarnir í tunnuna Hún segir síðustu mánuði hafa verið afar erfiða. „Ég hef hent svo miklu undanfarið ár til að minnka þrifálag og til að reyna að ná utan um þetta. Peysum, vettlingum, húfum, töskum, körfum undan garninu mínu, nánast öllu ullargarninu, mottum, barnadóti, stórum plastkassa af hundadóti þar sem ég geymdi tauma, hundabílbelti, endurskinsvesti og fleira úr gerviefni, en var þakið eggjum og lirfum þó allt væri heilt. Heilu pokarnir af eigum mínum hafa farið lóðbeint í tunnuna“ Steinunn er mikil handavinnukona og segist hafa þurft að henda miklu sem hún hefur unnið sjálf. „Ég hef hent útsaumsmynd sem var mölétin sem ég gerði, en fæ mig ekki til að henda ónýtu útsaumuðu koddaveri sem ég varði nær öllum kvöldum í heilt ár í að sauma út. Ég hef þvegið það mörgum sinnum og geymi í lofttæmdum poka.“ Koddaverið saumaði Steinunn sjálf út en það er þakið skemmdum. Hún fær sig ekki til að henda því eftir alla vinnuna sem hún lagði í það. Aðsend Hún segir að hún hafi ekki fundið ný egg eða lirfur síðan í september enda hafi hún nú komið öllum ullarvörum og útivistarvörum fyrir í lokuðum plastkössum. „Ég geng reglulega um og opna skúffur og skápa, hristi fötin mín til, grandskoða allan fatnað sem fer út af heimilinu. Ég hef nokkrum sinnum þvegið allan fatnað, útivistarfatnað, skó, fötin mín, föt dóttur minnar, allar ullarvörur. Tek tarnir í að þrífa hvert herbergi fyrir sig hátt og lágt, bak við skápa, þvottavél og þurrkara, undir öllu, ofan í öllu. Ég er ein með 16 mánaða gamalt barn og Labrador hund, og ég er líka í fullri vinnu,“ segir Steinunn og að hún verji allt of miklum tíma í þrif eða að hugsa um þrifin sem þarf að framkvæma. Ekki sátt við viðbrögð Geymslna Hún segir að steininn hafi þó algjörlega tekið út í haust þegar hún frétti að vinafólk hennar hefði sett búslóð sína í geymslu á sama stað og ekki fengið neinar upplýsingar eða leiðbeiningar um það hvernig eigi að ganga frá búslóð svo örugg væri. Hún hafi strax haft samband við fyrirtækið og spurt hvernig leiðbeiningar leigjendur fengju til að koma í veg fyrir að mölflugur kæmust í dót þeirra, og afhverju nýir leigjendur væru ekki látnir vita af mölflugum í húsnæðinu. Hún segir fyrirtækið ekki enn hafa svarað þeirri fyrirspurn. „Ég get svosem ekkert fullyrt um að það séu mölflugur þarna ennþá, en miðað við hvað það er að reynast mér erfitt að losna við þessa plágu af heimilinu með öllum mínum aðgerðum og miðað við magnið af flugum og eggjum sem ég hef fargað frá því að þetta kom upp finnst mér hæpið að húsnæðið þeirra sé laust við þetta með einföldum eitrunum,“ segir Steinunn sem telur að fyrirtækið sé þannig að sýna af sér mikla vanrækslu. Hún segir að ekki sé nóg að eitra því það drepi aðeins fullvaxta flugur. „Það þarf að uppræta öll egg og allar lirfur í öllu því dóti sem mölflugurnar hafi komist í á staðnum. Mér finnst í raun borðleggjandi mál, að í ljósi þess að nýir og núverandi leigutakar eru ekki látnir vita af mölflugum í húsnæðinu sem skemma eigur í geymslu, að Geymslur 24 sýni af sér stórkostlega vanrækslu og hljóti að vera bótaskyldir. Þeir vita af mölflugum sem skemma eigur, en láta fólk ekki vita, vanrækja í raun þá skyldu sína gagnvart nýjum, núverandi og fyrrum leigutökum.“ Steinunn segir tjónið verulegt. Vísir/RAX Hún segir að í dag geymi hún allar ullarvörur og það sem henni þyki vænt um í lokuðum kössum og hólfum. Hún hafi ekki fundið neinar mölflugur frá því í september en að hún viti ekki hvort þetta sé búið eða hvort hún sé búin að losa sig algerlega við þær. „Ég er aðallega reið yfir samskiptunum við Geymslur og hvernig þeir firra sig allri ábyrgð, en líka að þau séu ekki að láta fólk vita. Að fólk fái ekki neinar upplýsingar, nýir eða gamlir leigutakar. Þannig fólk fær ekki sjéns á að verja sig fyrir þessu þegar þau eru til dæmis að tæma geymslu. Þá væri hægt að gera það í hollum og þrífa allt til að varna því að þetta fari inn á heimilið,“ segir Steinunn. Hún segir markmið sitt einfalt. Tjón hennar sé þegar orðið en að mögulega, með því að opna sig um þetta geti aðrir sem séu með dót í þessum geymslum, og öðrum, gert viðeigandi ráðstafanir til að lágmarka skaðann og eignatjón. Búslóðin var geymd í geymslu á vegum Geymslna24 sem er staðsett í Kópavogi. Google Maps Geymslur24, þar sem Steinunn geymdi dótið sitt, er í eigu fyrirtækisins Geymslur. Í svari til fréttastofu segir að Geymslur sé einkahlutafélag sem leigi út geymsluhúsnæði til lögaðila og einstaklinga í nokkrum fasteignum. Samningur um útleigu falli undir gildissvið húsaleigulaga. Þar er það einnig staðfest að eitrað hafi verið fyrir mölflugum í mars á þessu ári og að upp hafi komið eitt tilvik þar sem Geymslur hafa orðið þess áskynja að mölflugur hafi verið að finna í geymslu hjá leigutaka „Við því var brugðist með því að kalla til meindýraeyði og samkvæmt ráðleggingum hans var eitrað fyrir mölflugunum,“ segir í svarinu og að ekki hafi verið þörf á að eitra aftur eftir það. Leigutakar voru upplýstir um lokun vegna viðhalds og í samtölum um ástæður þess. Húsaleigusamningur en ekki þjónustusamningur Hvað varðar leiðbeiningar til leigutaka um það hvernig eigi að ganga frá munum í geymslu segir í svari Geymslna að um sé að ræða húsaleigusamning og að leigusali beri ekki ábyrgð á því sem geymt er í húsnæðinu. Það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja munina. Það sé hægt að gera með því að hafa samband við tryggingafélag. Leigutökum sé ráðlagt að gera það. „Geymslur hafa ekki afskipti af því sérstaklega hvaða muni leigutakar geyma í hinu leigða og hefur ekki afskipti af því hvaða muni leigutakar geyma þar á hverjum tíma“ segir í svarinu og bent á skilmála félagsins sem eru á heimasíðunni. Þar stendur: „Samningur þessi er húsaleigusamningur en ekki þjónustusamningur. Af því leiðir, meðal annars, að leigusali ber ekki ábyrgð á þeim munum sem eru settir í geymslu. Það er á ábyrgð leigutaka að tryggja munina ef hann svo kýs, t.d. með því að hafa samband við tryggingarfélag sitt og tilkynna að innbú eða eigur séu staðsettar í geymslunni.“ Steinunn segir að hún hafi látið tryggingafélagið sitt vita af innbúinu í geymslunni en að þær nái ekki yfir skemmdir vegna mölflugna. Henni þykir ósvífið af Geymslum að bera það fyrir sig að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja sig, þegar tryggingin nær ekki yfir tjónið. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að bæta upplýsingum um mölflugur og áhættu sem þeim fylgja á heimasíðuna segir í svari Geymslna að það hafi ekki komið til skoðunar en að þau skoði allar ábendingar. Skordýr Neytendur Hveragerði Kópavogur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Ég var ólétt og var svo hræðilega slæm af grindarverkjum,“ segir Steinunn og að staðan hafi verið svo slæm að hún hafi verið orðin alveg ósjálfbjarga. Hún átti von á sínu fyrsta barni og hafi vegna aðstæðna ákveðið að selja íbúðina sína í Reykjavík og flytja til systur sinnar í Hveragerði tímabundið. „Þau hugsuðu um mig síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar og fyrsta hálfa árið eftir að dóttir mín fæddist. Búslóðinni var pakkað niður af vinum og vandamönnum því ég gat ekkert gert,“ segir Steinunn sem svo ákvað að kaupa sér íbúð í Hveragerði. „Ég sótti búslóðina mína í janúarlok 2023 og um tveimur vikum síðar verð ég vör við mölflugur á sveimi heima hjá mér. Ég fann mölétna peysu og mölfluguegg í eigum mínum og við tók hreinsunarstarf sem sér ekki fyrir endann á,“ segir Steinunn. Verulegt tjón Hún segir eignatjónið verulegt, kostnað vegna þrifa og eitrana telja á tugum þúsunda. „Tjónið er mikið tilfinningalegt þar sem ég hef hent mikið af handprjónuðu og útsaumuðu af mér eða ættingjum. Til dæmis henti ég peysu sem amma mín heitin prjónaði, peysu sem mamma mín prjónaði og peysum sem ég prjónaði sjálf.“ Utan þessa beina kostnaðar hefur sjálf varið mörgum klukkustundum í þrif á húsnæði, húsgögnum og fatnaði. „Tíminn sem hefur farið í þrif eru tugir klukkustunda í hverjum mánuði. Það hef ég yfirleitt gert eftir að stelpan mín er sofnuð, eða þegar ég hef sett hana í pössun til systur minnar yfir helgi á meðan ég fer í stóru verkefnin. Það er fyrir utan hefðbundin heimilisþrif og þvott. Ég er að tala um aukaþrif þar sem ég fer í gegnum skúffur og skápa, þríf allt og skoða allar eigur mínar. Færi til húsgögn og þríf undir þeim og bak við þau.“ Stafli af ullarvörum sem Steinunn henti. Fötin eru bæði götótt og þakin möl. Aðsend Hún segir að sé alveg útilokað að mölflugurnar hafi verið í íbúðinni áður en hún kom. Bæði hafi meindýraeyðarnir ekkert séð í húsinu sem hafi gefið til kynna að þær hafi verið fyrir auk þess sem hún hafi varið um átta vikum í undirbúning áður en hún flutti inn „Ég fékk afhent í byrjun desember og var í um átta vikur að mála og gera til. Því ég er bara ein með ungabarn og hund þó ég hafi líka fengið mikla aðstoð vina og fjölskyldunnarfd á þessum tíma. Ég var hér í átta vikur daglega að vinna og varð ekki vör við neitt. Það er því alveg útilokað að þetta hafi verið hér fyrir,“ segir Steinunn. Spurð hvernig hún verði vör við flugurnar segir Steinunn að fyrst hafi það verið þannig að hún kveikti ljósin og sá flugurnar fljúga í felur. „Það var ekki fyrr en ég fór að þrífa hátt og lágt sem fleiri komu í ljós. Eftir að ég lét eitra var ég endalaust að ryksuga upp dauðar mölflugur hér og þar. Í gluggakistum, á gólfum, inni í skúffum og kommóðu og fataskáp.“ Flugur í dóti sem geymt var í plastkassa Steinunn segir að í byrjun sumars hafi hún haldið að plágan væri loks farin. En svo, henni til mikillar furðu, opnaði hún plastkassa með hundadóti sem hún notaði sjaldan og fann fleiri. „Það var inni í skáp, undir öðrum kassa, og því myrkur og engin hreyfing. Það var allt morandi í flugu og eggjum. Það var hreiður. Fullt af eggjum og lirfum búið að festa sig í hundadóti og var þar að nærast á hundahárunum,“ segir Steinunn. Hún segir það mikla vinnu að vera stanslaust að kíkja undir húsgögn, færa þau til, kíkja í horn og króka og kima til að ganga úr skugga um að það séu ekki mölflugur, egg eða lirfur. „Því þær eru svo góðar að fela sig.“ Fatamölur fer í flíkur sérstaklega úr dýrahárum, ull, feld, silki. fiðri og leðri, hann getur farið í ullarmottur og teppi.Vísir/RAX Hún segir að um leið og hún hafi fyrst orðið vör við mölflugurnar hafi hún haft samband við meindýraeyði sem eitraði á sama tíma og hún þreif nærri allar eigur sínar. „Ég tók allan ullarfatnað og yfirfór, setti í lofttæmdan poka og geymdi það svo í frystikistu í þrjár vikur.“ Steinunn segist svo hafa komist að því nokkrum vikum síðar að þrifin og eitrunin hafi ekki dugað. „Ég fann fleiri mölflugur, egg og það sem ég er farin að kalla mölfluguhreiður. Sem er þyrping af eggjum og lirfum. Þá fóru fyrst að renna á mig tvær grímur því ég fann eggin í útivistarfatnaði, gömlum íþróttaskóm, í bili milli parkets og veggjar og í sófanum mínum á milli sessu og baks. Miðað við útbreiðsluna finnst mér líklegt að það hafi mjög mikið borist inn með búslóðinni minni, egg og hreiður á mörgum skrítnum stöðum og margar fullvaxta flugur sem gátu haldið áfram að fjölga sér á heimilinu mínu,“ segir Steinunn. Algengari áður Þess má geta að mölflugur eða mölur er í raun fiðrildi sem lengi var kallað fatamölur. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands segir að fatamölur hafi verið algengari þegar notkun á ullar- og skinnavörum var meiri en nú er. Lirfur mölflugunnar geta ekki étið bómullar- eða gerviefni og af þeim orsökum er mölurinn sjaldgæfari í dag. Vegna þess að þær geta ekki étið bómullar eða gerviefni kom það því Steinunni mjög á óvart að finna eggin og flugurnar í útivistarfatnaðinum og í sófanum. Á vef Leiðbeiningastöð heimilanna kemur þó fram að mölflugur nærast ekki bara á efnum úr dýrahári, heldur einnig á svita, mannshári dauðum húðfrumum og fleiru. Það geti mögulega útskýrt langlífi þeirra heima hjá henni, en eins og fram hefur komið þá er hún með hund. Eitrað í mars Steinunn segir að eftir þetta hafi hún látið geymslufyrirtækið vita af plágunni. Þau hafi svarað henni og staðfest að eitrað hefði verið fyrir möl í geymslum þeirra, en höfnuðu bótaskyldu. Vísað er í svari þeirra til leigusamnings og skilmála sem segja til um að leigutaka beri að ganga frá munum á viðeigandi hátt, halda geymslunni hreinni og lofta reglulega út. Steinunn færir reglulega til öll húsgögn til að athuga hvort það séu egg, lirfur eða dauðar flugur undir þeim. Vísir/RAX Steinunn segir að yfir öllum geymslum sé gróft net og því ekki vandamál að lofta. En að mölflugur komist auðveldlega á milli geymslnanna. „Þess fyrir utan gefa þeir ekki út neinar leiðbeiningar um hversu vel skuli ganga frá munum með tilliti til ástandsins í húsnæðinu,“ segir hún. Hún segir tryggingarfélög ekki bæta tjón af völdum mölflugna og því sé ljóst að hún fái ekkert bætt. „Sem þýðir að bótakröfur vegna skemmda á eigum vegna mölflugna yrðu að greiðast af fyrirtækinu sjálfu, og líklegast þyrfti að höfða mál á hendur þeim til að fá úr því skorið,“ segir Steinunn og að hún hafi ekki tök á að fara með málið lengra að svo stöddu. Heilu pokarnir í tunnuna Hún segir síðustu mánuði hafa verið afar erfiða. „Ég hef hent svo miklu undanfarið ár til að minnka þrifálag og til að reyna að ná utan um þetta. Peysum, vettlingum, húfum, töskum, körfum undan garninu mínu, nánast öllu ullargarninu, mottum, barnadóti, stórum plastkassa af hundadóti þar sem ég geymdi tauma, hundabílbelti, endurskinsvesti og fleira úr gerviefni, en var þakið eggjum og lirfum þó allt væri heilt. Heilu pokarnir af eigum mínum hafa farið lóðbeint í tunnuna“ Steinunn er mikil handavinnukona og segist hafa þurft að henda miklu sem hún hefur unnið sjálf. „Ég hef hent útsaumsmynd sem var mölétin sem ég gerði, en fæ mig ekki til að henda ónýtu útsaumuðu koddaveri sem ég varði nær öllum kvöldum í heilt ár í að sauma út. Ég hef þvegið það mörgum sinnum og geymi í lofttæmdum poka.“ Koddaverið saumaði Steinunn sjálf út en það er þakið skemmdum. Hún fær sig ekki til að henda því eftir alla vinnuna sem hún lagði í það. Aðsend Hún segir að hún hafi ekki fundið ný egg eða lirfur síðan í september enda hafi hún nú komið öllum ullarvörum og útivistarvörum fyrir í lokuðum plastkössum. „Ég geng reglulega um og opna skúffur og skápa, hristi fötin mín til, grandskoða allan fatnað sem fer út af heimilinu. Ég hef nokkrum sinnum þvegið allan fatnað, útivistarfatnað, skó, fötin mín, föt dóttur minnar, allar ullarvörur. Tek tarnir í að þrífa hvert herbergi fyrir sig hátt og lágt, bak við skápa, þvottavél og þurrkara, undir öllu, ofan í öllu. Ég er ein með 16 mánaða gamalt barn og Labrador hund, og ég er líka í fullri vinnu,“ segir Steinunn og að hún verji allt of miklum tíma í þrif eða að hugsa um þrifin sem þarf að framkvæma. Ekki sátt við viðbrögð Geymslna Hún segir að steininn hafi þó algjörlega tekið út í haust þegar hún frétti að vinafólk hennar hefði sett búslóð sína í geymslu á sama stað og ekki fengið neinar upplýsingar eða leiðbeiningar um það hvernig eigi að ganga frá búslóð svo örugg væri. Hún hafi strax haft samband við fyrirtækið og spurt hvernig leiðbeiningar leigjendur fengju til að koma í veg fyrir að mölflugur kæmust í dót þeirra, og afhverju nýir leigjendur væru ekki látnir vita af mölflugum í húsnæðinu. Hún segir fyrirtækið ekki enn hafa svarað þeirri fyrirspurn. „Ég get svosem ekkert fullyrt um að það séu mölflugur þarna ennþá, en miðað við hvað það er að reynast mér erfitt að losna við þessa plágu af heimilinu með öllum mínum aðgerðum og miðað við magnið af flugum og eggjum sem ég hef fargað frá því að þetta kom upp finnst mér hæpið að húsnæðið þeirra sé laust við þetta með einföldum eitrunum,“ segir Steinunn sem telur að fyrirtækið sé þannig að sýna af sér mikla vanrækslu. Hún segir að ekki sé nóg að eitra því það drepi aðeins fullvaxta flugur. „Það þarf að uppræta öll egg og allar lirfur í öllu því dóti sem mölflugurnar hafi komist í á staðnum. Mér finnst í raun borðleggjandi mál, að í ljósi þess að nýir og núverandi leigutakar eru ekki látnir vita af mölflugum í húsnæðinu sem skemma eigur í geymslu, að Geymslur 24 sýni af sér stórkostlega vanrækslu og hljóti að vera bótaskyldir. Þeir vita af mölflugum sem skemma eigur, en láta fólk ekki vita, vanrækja í raun þá skyldu sína gagnvart nýjum, núverandi og fyrrum leigutökum.“ Steinunn segir tjónið verulegt. Vísir/RAX Hún segir að í dag geymi hún allar ullarvörur og það sem henni þyki vænt um í lokuðum kössum og hólfum. Hún hafi ekki fundið neinar mölflugur frá því í september en að hún viti ekki hvort þetta sé búið eða hvort hún sé búin að losa sig algerlega við þær. „Ég er aðallega reið yfir samskiptunum við Geymslur og hvernig þeir firra sig allri ábyrgð, en líka að þau séu ekki að láta fólk vita. Að fólk fái ekki neinar upplýsingar, nýir eða gamlir leigutakar. Þannig fólk fær ekki sjéns á að verja sig fyrir þessu þegar þau eru til dæmis að tæma geymslu. Þá væri hægt að gera það í hollum og þrífa allt til að varna því að þetta fari inn á heimilið,“ segir Steinunn. Hún segir markmið sitt einfalt. Tjón hennar sé þegar orðið en að mögulega, með því að opna sig um þetta geti aðrir sem séu með dót í þessum geymslum, og öðrum, gert viðeigandi ráðstafanir til að lágmarka skaðann og eignatjón. Búslóðin var geymd í geymslu á vegum Geymslna24 sem er staðsett í Kópavogi. Google Maps Geymslur24, þar sem Steinunn geymdi dótið sitt, er í eigu fyrirtækisins Geymslur. Í svari til fréttastofu segir að Geymslur sé einkahlutafélag sem leigi út geymsluhúsnæði til lögaðila og einstaklinga í nokkrum fasteignum. Samningur um útleigu falli undir gildissvið húsaleigulaga. Þar er það einnig staðfest að eitrað hafi verið fyrir mölflugum í mars á þessu ári og að upp hafi komið eitt tilvik þar sem Geymslur hafa orðið þess áskynja að mölflugur hafi verið að finna í geymslu hjá leigutaka „Við því var brugðist með því að kalla til meindýraeyði og samkvæmt ráðleggingum hans var eitrað fyrir mölflugunum,“ segir í svarinu og að ekki hafi verið þörf á að eitra aftur eftir það. Leigutakar voru upplýstir um lokun vegna viðhalds og í samtölum um ástæður þess. Húsaleigusamningur en ekki þjónustusamningur Hvað varðar leiðbeiningar til leigutaka um það hvernig eigi að ganga frá munum í geymslu segir í svari Geymslna að um sé að ræða húsaleigusamning og að leigusali beri ekki ábyrgð á því sem geymt er í húsnæðinu. Það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja munina. Það sé hægt að gera með því að hafa samband við tryggingafélag. Leigutökum sé ráðlagt að gera það. „Geymslur hafa ekki afskipti af því sérstaklega hvaða muni leigutakar geyma í hinu leigða og hefur ekki afskipti af því hvaða muni leigutakar geyma þar á hverjum tíma“ segir í svarinu og bent á skilmála félagsins sem eru á heimasíðunni. Þar stendur: „Samningur þessi er húsaleigusamningur en ekki þjónustusamningur. Af því leiðir, meðal annars, að leigusali ber ekki ábyrgð á þeim munum sem eru settir í geymslu. Það er á ábyrgð leigutaka að tryggja munina ef hann svo kýs, t.d. með því að hafa samband við tryggingarfélag sitt og tilkynna að innbú eða eigur séu staðsettar í geymslunni.“ Steinunn segir að hún hafi látið tryggingafélagið sitt vita af innbúinu í geymslunni en að þær nái ekki yfir skemmdir vegna mölflugna. Henni þykir ósvífið af Geymslum að bera það fyrir sig að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja sig, þegar tryggingin nær ekki yfir tjónið. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að bæta upplýsingum um mölflugur og áhættu sem þeim fylgja á heimasíðuna segir í svari Geymslna að það hafi ekki komið til skoðunar en að þau skoði allar ábendingar.
Skordýr Neytendur Hveragerði Kópavogur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira