„Hann er ekki lengur sá Michael sem hann var“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2023 14:00 Jean Todt og Michael Schumacher fögnuðu mörgum sætum sigrum saman. getty/Vladimir Rys Jean Todt, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferrari í Formúlu 1 og forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, hefur tjáð sig um sig ástand Michaels Schumacher. Þann 29. desember næstkomandi verða tíu ár liðin frá því að Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan þá og dvelur á heimili sínu í Genf í Sviss þar sem læknateymi og fjölskylda annast hann. Lítið er vitað um ástand Schumacher og það þykir alltaf fréttnæmt þegar einhver nákominn honum tjáir sig um það. Og það hefur Todt nú gert. „Michael er hér svo við söknum hans ekki. En hann er ekki sá Michael sem hann var. Hann er öðruvísi og fjölskylda hans verndar hann,“ sagði Todt sem var framkvæmdastjóri Ferrari þegar Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð (2000-04). „Líf hans er öðruvísi núna og ég nýt þeirra forréttinda að verja tíma með honum. Það er ekkert meira að segja. Því miður gripu örlögin inn í fyrir áratug. Hann er ekki lengur sá Michael sem við þekktum í Formúlu 1.“ Schumacher varð sjö heimsmeistari í Formúlu 1. Enginn hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftar en hann. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þann 29. desember næstkomandi verða tíu ár liðin frá því að Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan þá og dvelur á heimili sínu í Genf í Sviss þar sem læknateymi og fjölskylda annast hann. Lítið er vitað um ástand Schumacher og það þykir alltaf fréttnæmt þegar einhver nákominn honum tjáir sig um það. Og það hefur Todt nú gert. „Michael er hér svo við söknum hans ekki. En hann er ekki sá Michael sem hann var. Hann er öðruvísi og fjölskylda hans verndar hann,“ sagði Todt sem var framkvæmdastjóri Ferrari þegar Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð (2000-04). „Líf hans er öðruvísi núna og ég nýt þeirra forréttinda að verja tíma með honum. Það er ekkert meira að segja. Því miður gripu örlögin inn í fyrir áratug. Hann er ekki lengur sá Michael sem við þekktum í Formúlu 1.“ Schumacher varð sjö heimsmeistari í Formúlu 1. Enginn hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftar en hann.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira