„Það er aldrei góð hugmynd“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 08:00 Kjartan Henry er spenntur fyrir nýju hlutverki. Vísir/Stöð 2 Sport Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur. „Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Besta deild karla FH KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
„Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Besta deild karla FH KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann