„Við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:27 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir/Ívar Fannar Formaður ÖBÍ segir nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða í gær fagnaðarefni. Samkomulagið eigi að tryggja fötluðum lögbundna þjónustu frá sveitarfélögum sem hingað til hafi reynst erfitt. Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira