„Eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 08:01 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann sé ekki hrifinn af því þegar lið Manchester United sé talað niður fyrir leiki þess gegn lærisveinum hans í Liverpool. Liðin mætast á heimavelli Liverpool í dag. 7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira