Ten Hag: Við áttum tvö bestu færin Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 21:01 Erik Ten Hag lét vel í sér heyra í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag var stoltur af frammistöðu síns liðs í jafnteflinu gegn Liverpool í dag. hann sagði að hans menn hefðu getað ógnað liði Liverpool enn frekar. Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“ Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira