„Þetta er frábært lið“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 18:02 Valdimar Þór Ingimundarson vill fagna bikurum eins og þeim sem hann stóð við hlið í Víkinni í dag. vísir/Sigurjón Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. Valdimar, sem er uppalinn Fylkismaður, snýr heim til Íslands aðeins 24 ára gamall en segir það einfaldlega hafa heillað mikið að ganga í raðir besta liðs landsins, sem spila mun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Hann lék áður með Strömsgodset í efstu deild Noregs en síðustu tvö ár með Sogndal í norsku 1. deildinni, þar sem hann skoraði sjö mörk á hvorri leiktíð. „Ég er búinn að vera núna í 1. deildinni í tvö ár og fór því að hugsa um að gera eitthvað annað. Víkingur kom upp snemma, og er í Evrópukeppni og svona, svo það heillaði að koma heim og spila hérna í staðinn fyrir að vera úti,“ sagði Valdimar við Vísi í dag, eftir að Víkingar kynntu þrjá nýja leikmenn til leiks. Hann segir fleiri kosti vissulega hafa verið í stöðunni fyrir sig: „En þetta var aðallega Víkingur. Maður heyrði alveg í fleirum en það fór ekki jafnlangt og með Víkingi. Það er margt [sem heillar við Víking]. Þeir eru búnir að gera mjög vel með hópinn og allt í kringum klúbbinn. Þeir sýndu það á síðasta ári þegar þeir völtuðu yfir deildina. Þetta er frábært lið,“ sagði Valdimar sem sjálfur hefur mikið fram að færa: „Ég ætla rétt að vona það. Ég held að ég sé góð viðbót fyrir liðið og svo er það bara mitt að sanna það,“ sagði Valdimar, staðráðinn í að vinna titla í Víkinni. „Ég hef unnið 1. deildina en það væri gaman að vinna efstu deildina hérna heima og vonandi bikarinn líka.“ Klippa: Valdimar mættur í Víkina Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Valdimar, sem er uppalinn Fylkismaður, snýr heim til Íslands aðeins 24 ára gamall en segir það einfaldlega hafa heillað mikið að ganga í raðir besta liðs landsins, sem spila mun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Hann lék áður með Strömsgodset í efstu deild Noregs en síðustu tvö ár með Sogndal í norsku 1. deildinni, þar sem hann skoraði sjö mörk á hvorri leiktíð. „Ég er búinn að vera núna í 1. deildinni í tvö ár og fór því að hugsa um að gera eitthvað annað. Víkingur kom upp snemma, og er í Evrópukeppni og svona, svo það heillaði að koma heim og spila hérna í staðinn fyrir að vera úti,“ sagði Valdimar við Vísi í dag, eftir að Víkingar kynntu þrjá nýja leikmenn til leiks. Hann segir fleiri kosti vissulega hafa verið í stöðunni fyrir sig: „En þetta var aðallega Víkingur. Maður heyrði alveg í fleirum en það fór ekki jafnlangt og með Víkingi. Það er margt [sem heillar við Víking]. Þeir eru búnir að gera mjög vel með hópinn og allt í kringum klúbbinn. Þeir sýndu það á síðasta ári þegar þeir völtuðu yfir deildina. Þetta er frábært lið,“ sagði Valdimar sem sjálfur hefur mikið fram að færa: „Ég ætla rétt að vona það. Ég held að ég sé góð viðbót fyrir liðið og svo er það bara mitt að sanna það,“ sagði Valdimar, staðráðinn í að vinna titla í Víkinni. „Ég hef unnið 1. deildina en það væri gaman að vinna efstu deildina hérna heima og vonandi bikarinn líka.“ Klippa: Valdimar mættur í Víkina
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33
Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05