Fá milljarð í „jólagjöf“ í baráttuna við gervigrasplastið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 16:01 Það er mikið af plastögnum á gervigrasvöllunum í Noregi. Getty/Ramsey Cardy Norðmenn ætla að gera sitt til að sporna við því að plastagnir frá gervigrasvöllum berist út í náttúruna. Það hefur gengið illa hingað til en nú á að blása vörn í sókn. Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi. Norski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi.
Norski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira