Markús í leyfi vegna meints eineltis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 17:50 Markús Ingi ásamt lögmanni sínum, Flóka Ásgeirssyni við aðalmeðferð máls sem hann höfðaði geng heilbrigðisráðherra og íslenska ríkinu. Vísir/Vilhelm Markús Ingólfur Eiríksson, fráfarandi forstjóri HSS hefur verið sendur í leyfi vegna ætlaðs eineltis. Til stóð að hann myndi starfa út skipunartíma sinn sem rennur út í febrúar. Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17