Þrengir að Manchester United í janúarglugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 14:01 Bruno Fernandes er í flokki fárra góðra kaupa Manchester United á síðustu misserum. Getty/Clive Brunskill Manchester United hefur ekki mikla möguleika að fjárfesta í nýjum leikmönnum í janúar og ástæður þess eru fjármagnsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira