Færir sig nær kærustunni: Ekki í sama lið en í sömu borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 13:00 Kristie Mewis var mætt til London þegar Sam Kerr tryggði Chelsea enska bikarinn á Wembley í fyrra. Getty/John Walton Bandaríska landsliðskonan Kristie Mewis er sögð vera að skipta yfir í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham og verða þar með nýr liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira