Færir sig nær kærustunni: Ekki í sama lið en í sömu borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 13:00 Kristie Mewis var mætt til London þegar Sam Kerr tryggði Chelsea enska bikarinn á Wembley í fyrra. Getty/John Walton Bandaríska landsliðskonan Kristie Mewis er sögð vera að skipta yfir í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham og verða þar með nýr liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira