GTA 6 hakkarinn í ótímabundna öryggisvistun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 22:05 Arion Kurtaj hafði ítrekað lýst því yfir að hann myndi halda glæpum sínum áfram. Átján ára gamall tölvuþrjótur sem birti myndskeið úr hinum væntanlega tölvuleik Grand theft Auto 6 hefur verið dæmdur í ótímabundna vistun á öryggissjúkrahúsi. Hann er sagður hættulegur samfélaginu og er ofbeldisfullur í þokkabót. Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins. Bretland Leikjavísir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins.
Bretland Leikjavísir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira