Aðstæður eins og í Austurríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:22 Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla er kátur í dag. Skíðasvæðið verður opnað í fyrsta sinn í vetur. Vísir/arnar Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag. Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag.
Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira