Styttist í hönnunarútboð Þjóðarhallar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 15:30 Ásmundur Einar Daðason ráðherra er með málefni íþrótta á sinni könnu. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason segir að hönnunarútboð nýrrar þjóðarhallar sé á næsta leyti. Kostnaðarskipting á milli ríkis og borgar sé langt komin. Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi. Ný þjóðarhöll Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Ný þjóðarhöll Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira