Einnar viku hlé var gert í öllum deildum Tyrklands eftir að forseti Ankaragucu kýldi dómara. Á fyrsta leikdegi eftir hlé dró svo forseti Istanbulspor lið sitt af velli vegna ósættis við dómara leiksins, hann kýldi þó ekkert frá sér. Degi síðar fór fram leikur í næstefstu deild þar sem kom til slagsmála og fimm leikmenn litu rautt spjald.
Liðin tvö eru þau sigursælustu í Tyrklandi og þeim í býr mikið hatur gagnvart hvoru öðru. Það bjuggust því flestir við miklum látum og mögulegum slagsmálum í 'Intercontinental derby', sem leikur Fenerbahce og Galatasaray.
Galatasaray átti að fá vítaspyrnu snemma í leiknum en dómari leiksins missti af atvikinu.
Paylaş mayan Galatasaray'lı kalmasın
— Sociosgs (@sociosgs) December 24, 2023
Galatasaray'ın net penaltısını Hakem Arda kallesler vermedi hem penaltı hem kırmızı kart #FBvsGS pic.twitter.com/8SRkKB6nOB
Leikmenn rifust aðeins innan vallar og stjökuðu við hvorum öðrum en hvorugu liði tókst að brjóta varnarmúr andstæðingsins niður. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli.
— r arsiv (tadic10ffire takip) (@tadic10ffire_) December 24, 2023
Eins og áður segir hafði lögreglan mikil afskipti af leiknum og jók eftirlit sitt töluvert, bæði í ljósi sögunnar af einvígi liðanna og átökum sem hafa átt sér stað í tyrkneska boltanum. Áhorfendur héldu sig því hægar en oft áður.
Fenerbahce heldur því enn toppsæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Galatasaray en betri markatölu. Liðin mætast aftur næsta föstudag í úrslitaleik tyrkneska Ofurbikarsins.