Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 16:59 Jack Robinson reyndi að hreinsa burt eftir horn en skallaði í öfuga átt. George Wood/Getty Images) Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira