Verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 13:50 Ármann Reynisson kom víða við í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ vísir/vilhelm Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa. „Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ Þjóðkirkjan Jól Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“
Þjóðkirkjan Jól Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira