Verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 13:50 Ármann Reynisson kom víða við í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ vísir/vilhelm Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa. „Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
„Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“
Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira