„Tæknin er ekki nægilega góð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 22:44 Arteta einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Mikel Arteta hafði ekki miklar áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir tapið gegn West Ham í kvöld. Hann sagði lið Arsenal vera á góðum stað. West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“ Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18