Madrid, Liverpool, París eða Sádi Arabía? Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 13:31 Samningur Kylian Mbappe við PSG rennur út næsta sumar. Vísir/Getty Samningur Kylian Mbappe hjá franska stórliðinu PSG rennur út næsta sumar. Frá og með áramótum geta önnur félög því hafið samningaviðræður við stórstjörnuna. Frakkinn Kylian Mbappe er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður í heimi þessa stundina. Mbappe hefur leikið með PSG frá árinu 2017 en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Frá 1. janúar getur Mbappe því hafið viðræður við önnur félög um félagaskipti næsta sumar og fengi PSG þá ekkert fyrir sinn snúð. Þau eru mörg félögin sem væru til í að fá hann til liðs við sig en Talksport fór yfir þá möguleika sem taldir eru líklegastir í stöðunni. Gæti myndað alvöru tvíeyki með Bellingham Áhugi Real Madrid á Mbappe hefur lengi legið fyrir. Spænsku risarnir buðu 171 milljón punda í Frakkann sumarið 2021 og hafa í nokkur ár gert hosur sínar grænar fyrir honum. Margir héldu að hann færi til Madrid á frjálsri sölu sumarið 2022 en þá kom Mbappe öllum á óvart og framlengdi samning sinn við Parísarliðið. Færi Mbappe til Marídar myndi hann hitta þar fyrir Jude Bellingham sem hefur verið algjörlega magnaður sína fyrstu mánuði í treyju Real Madrid. Þeir myndu án efa mynda algjörlega magnað tvíeyki með frábæra leikmenn eins og Vinicius Jr. sér til aðstoðar. „Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar“ Liverpool hefur oftar en ekki verið ofarlega á lista yfir þau félög sem talin eru líkleg sem næsti áfangastaður Mbappe. Þó svo að Real Madrid sé í bílstjórasætinu er Liverpool ekki langt undan. Mohamed Salah gæti yfirgefið Liverpool næsta sumar og félagið án efa farið að skoða hvernig þeir geta fyllt hans skarð. Fáir eru líklega betur til þess fallnir en Mbappe. „Liverpool vildi fá hann þegar hann var hjá Monaco,“ sagði Loic Tanzi blaðamaður franska blaðsins L´Equipe við Talksport. „Jurgen Klopp fór að hitta hann og þeir áttu í viðræðum. Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar.“ Liverpool hefur oft á tíðum haldið buddunni þétt að sér og stuðningsmenn liðsins gjarnan bent á hversu lítið liðið hefur eytt miðað við helstu keppinauta sína. Kæmi Mbappe á frjálsri sölu þyrfti félagið aðeins að semja um laun, bónusa og greiðslur til umboðsmanna sem breytir stöðunni. Áfram í París eða olíupeningar í Sádi Arabíu? Sagan segir okkur að það gæti vel farið svo að Mbappe semji á nýjan leik við PSG. Vasar eigenda félagsins eru stútfullir af peningum og staða Mbappe í Frakklandi hefur meira að segja gert það að verkum að sjálfur Frakklandsforseti hefur reynt að sannfæra hann um að halda sig á Parc des Princes. Hann er aðalamaðurinn í frönsku deildinni og gríðarlega áhrifamikill bæði innan og utan vallar. Af hverju ætti hann að fara eitthvað annað? Eitt sem gæti heillað hann eru enn meiri peningar. Þá er að finna í Sádi Arabíu en margar stórstjörnur hafa leitað þangað á síðustu mánuðum. Al-Hilal á að hafa boðið 257 milljónir punda í Mbappe í sumar en hann vildi ekki fara í viðræður. Ólíklegt að staðan hafi breyst síðan í sumar en hver veit hvað gerist ef Mbappe yrði réttur óútfylltur tékki. Endurfundir Mbappe og Pochettino Síðasti möguleikinn sem nefndur er í samantekt Talksport er nokkuð óvæntur. Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum síðustu misseri og þó svo að Mbappe kæmi frítt þá yrði samningur við hann ekki ódýr þegar laun, bónusar og umboðsmannalaun eru tekin inn í myndina. Mbappe lék undir stjórn Mauricio Pochettino hjá PSG og var fyrirliði liðsins undir hans stjórn. Pochettino er nú við stjórnvölinn hjá Chelsea og hver veit nema argentínski knattspyrnustjórinn nái að sannfæra Mbappe um að Stamford Bridge sé rétti staðurinn fyrir hann. Franski boltinn Spænski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Frakkinn Kylian Mbappe er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður í heimi þessa stundina. Mbappe hefur leikið með PSG frá árinu 2017 en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Frá 1. janúar getur Mbappe því hafið viðræður við önnur félög um félagaskipti næsta sumar og fengi PSG þá ekkert fyrir sinn snúð. Þau eru mörg félögin sem væru til í að fá hann til liðs við sig en Talksport fór yfir þá möguleika sem taldir eru líklegastir í stöðunni. Gæti myndað alvöru tvíeyki með Bellingham Áhugi Real Madrid á Mbappe hefur lengi legið fyrir. Spænsku risarnir buðu 171 milljón punda í Frakkann sumarið 2021 og hafa í nokkur ár gert hosur sínar grænar fyrir honum. Margir héldu að hann færi til Madrid á frjálsri sölu sumarið 2022 en þá kom Mbappe öllum á óvart og framlengdi samning sinn við Parísarliðið. Færi Mbappe til Marídar myndi hann hitta þar fyrir Jude Bellingham sem hefur verið algjörlega magnaður sína fyrstu mánuði í treyju Real Madrid. Þeir myndu án efa mynda algjörlega magnað tvíeyki með frábæra leikmenn eins og Vinicius Jr. sér til aðstoðar. „Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar“ Liverpool hefur oftar en ekki verið ofarlega á lista yfir þau félög sem talin eru líkleg sem næsti áfangastaður Mbappe. Þó svo að Real Madrid sé í bílstjórasætinu er Liverpool ekki langt undan. Mohamed Salah gæti yfirgefið Liverpool næsta sumar og félagið án efa farið að skoða hvernig þeir geta fyllt hans skarð. Fáir eru líklega betur til þess fallnir en Mbappe. „Liverpool vildi fá hann þegar hann var hjá Monaco,“ sagði Loic Tanzi blaðamaður franska blaðsins L´Equipe við Talksport. „Jurgen Klopp fór að hitta hann og þeir áttu í viðræðum. Sambandið á milli hans, Liverpool og Klopp er til staðar.“ Liverpool hefur oft á tíðum haldið buddunni þétt að sér og stuðningsmenn liðsins gjarnan bent á hversu lítið liðið hefur eytt miðað við helstu keppinauta sína. Kæmi Mbappe á frjálsri sölu þyrfti félagið aðeins að semja um laun, bónusa og greiðslur til umboðsmanna sem breytir stöðunni. Áfram í París eða olíupeningar í Sádi Arabíu? Sagan segir okkur að það gæti vel farið svo að Mbappe semji á nýjan leik við PSG. Vasar eigenda félagsins eru stútfullir af peningum og staða Mbappe í Frakklandi hefur meira að segja gert það að verkum að sjálfur Frakklandsforseti hefur reynt að sannfæra hann um að halda sig á Parc des Princes. Hann er aðalamaðurinn í frönsku deildinni og gríðarlega áhrifamikill bæði innan og utan vallar. Af hverju ætti hann að fara eitthvað annað? Eitt sem gæti heillað hann eru enn meiri peningar. Þá er að finna í Sádi Arabíu en margar stórstjörnur hafa leitað þangað á síðustu mánuðum. Al-Hilal á að hafa boðið 257 milljónir punda í Mbappe í sumar en hann vildi ekki fara í viðræður. Ólíklegt að staðan hafi breyst síðan í sumar en hver veit hvað gerist ef Mbappe yrði réttur óútfylltur tékki. Endurfundir Mbappe og Pochettino Síðasti möguleikinn sem nefndur er í samantekt Talksport er nokkuð óvæntur. Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum síðustu misseri og þó svo að Mbappe kæmi frítt þá yrði samningur við hann ekki ódýr þegar laun, bónusar og umboðsmannalaun eru tekin inn í myndina. Mbappe lék undir stjórn Mauricio Pochettino hjá PSG og var fyrirliði liðsins undir hans stjórn. Pochettino er nú við stjórnvölinn hjá Chelsea og hver veit nema argentínski knattspyrnustjórinn nái að sannfæra Mbappe um að Stamford Bridge sé rétti staðurinn fyrir hann.
Franski boltinn Spænski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira