Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. ÍA 1996 lenti í 8. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). „Það er á degi eins og þessum“ er einn af þekktustu frösum Guðjóns Þórðarsonar. Og sunnudagurinn 29. september 1996 var einn af þessum dögum, glæsilegur svanasöngur gullaldarliðs ÍA. Skagamenn unnu þá KR-inga, 4-1, frammi fyrir tæplega sex þúsund manns á Akranesi og urðu þar með Íslandsmeistarar fimmta árið í röð. Leikurinn er fyrir löngu orðinn goðsagnakenndur og á sitt eigið líf. grafík/sara Íslandsmeistaratitilinn 1996 var sá torsóttasti af titlunum fimm hjá ÍA á 10. áratug síðustu aldar en eflaust sá sætasti. Og í ljósi aðstæðna er eiginlega ótrúlegt að niðurstaða tímabilsins hjá Skagamönnum hafi verið jafn glæsileg og raun bar vitni. Fyrir tímabilið misstu þeir tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugsson og Sigurð Jónsson og á miðju tímabili hvarf Mihajlo Bibercic á braut. Þess fyrir utan logaði allt í deilum þjálfara og leikmanna. En eins og þegar á bjátaði á þessum tíma sneru Skagamenn bökum saman og settu punktinn aftan við magnaða og sögulega sigurgöngu sína. ÍA var sjálfbært félag á þessum árum og skörð sem voru höggvin í leikmannahópinn voru oftast nær fyllt með nýjum stjörnum úr yngri flokka starfinu. Og ein þeirra, Bjarni Guðjónsson, stal senunni í upphafi móts. Hann skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum ÍA, þrettán mörk í deildinni, nítján í öllum keppnum og var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins. grafík/sara Þrátt fyrir miklar breytingar milli ára var samt alltaf þéttur kjarni í liði ÍA og eins og í hinum fjórum meistaraliðunum reyndust Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason, Alexander Högnason og Haraldur Ingólfsson ómetanlegir. Sá síðastnefndi átti enn eitt frábæra tímabilið, skoraði níu mörk í deild (13 alls) og gaf ellefu stoðsendingar, flest allra í deildinni fimmta árið í röð. Haraldur var Fantasy-leikmaður áður en það hugtak varð til. KR hafði orðið í 2. sæti 1992 og 1995 en ógnaði ÍA aldrei að neinu ráði þau tímabil. Sumarið 1996 var ógnin úr Vesturbænum hins vegar raunveruleg. Stærsta ástæðan fyrir því var Guðmundur Benediktsson sem skoraði níu mörk í fyrstu sjö leikjum KR sem gerði jafntefli í 1. umferð en vann svo næstu átta leiki, þar á meðal uppgjörið við ÍA í Frostaskjólinu í 9. umferð. Það reyndist Phyrrosarsigur því Gummi Ben sleit krossband í leiknum, í enn eitt skiptið, og missti af næstu vikum og var ekki samur þegar hann sneri aftur undir lok móts. KR tapaði titlinum formlega fyrir ÍA í lokaumferðinni en kannski tapaðist hann í fyrri leiknum þegar Gummi Ben meiddist. grafík/sara Án hans hikstuðu KR-ingar verulega í seinni umferðinni. En það gerðu Skagamenn líka. Liðin skiptust á að vera á toppnum og aldrei munaði meiru en tveimur stigum á þeim. Í næstsíðustu umferðinni tapaði ÍA í Eyjum í Lengjuleiknum fræga. KR gerði hins vegar aðeins jafntefli við Stjörnuna en komst samt á toppinn og dugði því jafntefli í úrslitaleiknum. Allir vita hvernig það fór. Guðjón fór á kostum í aðdraganda leiksins, lagði hann fullkomlega upp og allar ákvarðanir hans hittu í mark, hvort sem það var að spila með fjóra miðverði eða nota Sigurstein á miðjunni. ÍA vann leikinn, 4-1, með tveimur mörkum Bjarna og einu frá Ólafi Adolfs og Haraldi. Auk þess að skora lagði sá síðastnefndi fyrsta mark ÍA upp, skaut í slá og bjargaði á línu í leiknum sem var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. KR skaut til að mynda í slá í stöðunni 2-1. En sigur Skagamanna var sanngjarn, sannfærandi og sögulegur. Úrslitaleikurinn 1996 er einn af stóru minnisvörðunum um þetta Gullaldarlið Skagamanna sem var alltaf með rétta blöndu af hæfileikum og hörku, kænsku og krafti og djörfung og dug svo enn einn frasinn hans Guðjóns sé fenginn að láni. Besta deild karla ÍA 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn
ÍA 1996 lenti í 8. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). „Það er á degi eins og þessum“ er einn af þekktustu frösum Guðjóns Þórðarsonar. Og sunnudagurinn 29. september 1996 var einn af þessum dögum, glæsilegur svanasöngur gullaldarliðs ÍA. Skagamenn unnu þá KR-inga, 4-1, frammi fyrir tæplega sex þúsund manns á Akranesi og urðu þar með Íslandsmeistarar fimmta árið í röð. Leikurinn er fyrir löngu orðinn goðsagnakenndur og á sitt eigið líf. grafík/sara Íslandsmeistaratitilinn 1996 var sá torsóttasti af titlunum fimm hjá ÍA á 10. áratug síðustu aldar en eflaust sá sætasti. Og í ljósi aðstæðna er eiginlega ótrúlegt að niðurstaða tímabilsins hjá Skagamönnum hafi verið jafn glæsileg og raun bar vitni. Fyrir tímabilið misstu þeir tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugsson og Sigurð Jónsson og á miðju tímabili hvarf Mihajlo Bibercic á braut. Þess fyrir utan logaði allt í deilum þjálfara og leikmanna. En eins og þegar á bjátaði á þessum tíma sneru Skagamenn bökum saman og settu punktinn aftan við magnaða og sögulega sigurgöngu sína. ÍA var sjálfbært félag á þessum árum og skörð sem voru höggvin í leikmannahópinn voru oftast nær fyllt með nýjum stjörnum úr yngri flokka starfinu. Og ein þeirra, Bjarni Guðjónsson, stal senunni í upphafi móts. Hann skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum ÍA, þrettán mörk í deildinni, nítján í öllum keppnum og var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins. grafík/sara Þrátt fyrir miklar breytingar milli ára var samt alltaf þéttur kjarni í liði ÍA og eins og í hinum fjórum meistaraliðunum reyndust Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason, Alexander Högnason og Haraldur Ingólfsson ómetanlegir. Sá síðastnefndi átti enn eitt frábæra tímabilið, skoraði níu mörk í deild (13 alls) og gaf ellefu stoðsendingar, flest allra í deildinni fimmta árið í röð. Haraldur var Fantasy-leikmaður áður en það hugtak varð til. KR hafði orðið í 2. sæti 1992 og 1995 en ógnaði ÍA aldrei að neinu ráði þau tímabil. Sumarið 1996 var ógnin úr Vesturbænum hins vegar raunveruleg. Stærsta ástæðan fyrir því var Guðmundur Benediktsson sem skoraði níu mörk í fyrstu sjö leikjum KR sem gerði jafntefli í 1. umferð en vann svo næstu átta leiki, þar á meðal uppgjörið við ÍA í Frostaskjólinu í 9. umferð. Það reyndist Phyrrosarsigur því Gummi Ben sleit krossband í leiknum, í enn eitt skiptið, og missti af næstu vikum og var ekki samur þegar hann sneri aftur undir lok móts. KR tapaði titlinum formlega fyrir ÍA í lokaumferðinni en kannski tapaðist hann í fyrri leiknum þegar Gummi Ben meiddist. grafík/sara Án hans hikstuðu KR-ingar verulega í seinni umferðinni. En það gerðu Skagamenn líka. Liðin skiptust á að vera á toppnum og aldrei munaði meiru en tveimur stigum á þeim. Í næstsíðustu umferðinni tapaði ÍA í Eyjum í Lengjuleiknum fræga. KR gerði hins vegar aðeins jafntefli við Stjörnuna en komst samt á toppinn og dugði því jafntefli í úrslitaleiknum. Allir vita hvernig það fór. Guðjón fór á kostum í aðdraganda leiksins, lagði hann fullkomlega upp og allar ákvarðanir hans hittu í mark, hvort sem það var að spila með fjóra miðverði eða nota Sigurstein á miðjunni. ÍA vann leikinn, 4-1, með tveimur mörkum Bjarna og einu frá Ólafi Adolfs og Haraldi. Auk þess að skora lagði sá síðastnefndi fyrsta mark ÍA upp, skaut í slá og bjargaði á línu í leiknum sem var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. KR skaut til að mynda í slá í stöðunni 2-1. En sigur Skagamanna var sanngjarn, sannfærandi og sögulegur. Úrslitaleikurinn 1996 er einn af stóru minnisvörðunum um þetta Gullaldarlið Skagamanna sem var alltaf með rétta blöndu af hæfileikum og hörku, kænsku og krafti og djörfung og dug svo enn einn frasinn hans Guðjóns sé fenginn að láni.
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01