Liverpool setti xG-met gegn Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2024 14:30 Curtis Jones á eitt 35 skota Liverpool í leiknum gegn Newcastle United. getty/Jan Kruger Liverpool setti met yfir flest vænt mörk (xG) þegar liðið sigraði Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Sjá meira
Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Sjá meira
Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31
Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01