Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 13:30 Freyr Alexandersson á verðugt verkefni fyrir höndum í Belgíu. Getty/Jan Christensen Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson. Belgíski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson.
Belgíski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira