Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:28 Þessi hefur útvegað sér mannbrodda, sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar. Vísir/Vilhelm Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. „Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn. Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn.
Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02