Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Árni Sæberg skrifar 5. janúar 2024 17:16 Burðarbitarnir sem sjást vel hér eru meðal annars orðnir ótraustir. Ungbarnasund Snorra Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. Í tilkynningu frá Sóleyju Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Skálatúns, segir að á milli jóla og nýárs á nýliðnu ári hafi nýr eigandi formlega tekið við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Innan þess eignasafns sé sundlaug, þar sem kennt hafi verið ungbarnasund til fjölda ára við góðan orðstír. „Ætlun nýrra eigenda var alla tíða að sá rekstur myndi halda áfram, enda merk saga ungbarnasunds í lauginni sem mikill vilji var til þess að héldi þar áfram.“ Síðla árs hafi borist upplýsingar um að ástand húsnæðisins sem laugin er í væri ekki eins og best væri á kosið og ákveðið hafi verið að fá fagmenn til þess að skoða húsnæðið og meta ástand þess. Út úr þeirri skoðun hafi sú niðurstaða komið að ástand húsnæðisins er afar slæmt. Það sem vegur þyngst sé að burðarbitar sem halda uppi þaki og veggjum laugarinnar séu mjög fúnir og illa farnir. Ástand burðarvirkis sé þannig ótraust og metið óöruggt. „Nýr eigandi tók á þessum grundvelli þá afar þungbæru ákvörðun að starfsemi gæti ekki haldið áfram í sundlauginni á grundvelli öryggissjónarmiða, ekki síst með hliðsjón af því um hvers konar starfsemi er að ræða.“ Húsnæðismál Börn og uppeldi Sundlaugar Mosfellsbær Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Í tilkynningu frá Sóleyju Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Skálatúns, segir að á milli jóla og nýárs á nýliðnu ári hafi nýr eigandi formlega tekið við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Innan þess eignasafns sé sundlaug, þar sem kennt hafi verið ungbarnasund til fjölda ára við góðan orðstír. „Ætlun nýrra eigenda var alla tíða að sá rekstur myndi halda áfram, enda merk saga ungbarnasunds í lauginni sem mikill vilji var til þess að héldi þar áfram.“ Síðla árs hafi borist upplýsingar um að ástand húsnæðisins sem laugin er í væri ekki eins og best væri á kosið og ákveðið hafi verið að fá fagmenn til þess að skoða húsnæðið og meta ástand þess. Út úr þeirri skoðun hafi sú niðurstaða komið að ástand húsnæðisins er afar slæmt. Það sem vegur þyngst sé að burðarbitar sem halda uppi þaki og veggjum laugarinnar séu mjög fúnir og illa farnir. Ástand burðarvirkis sé þannig ótraust og metið óöruggt. „Nýr eigandi tók á þessum grundvelli þá afar þungbæru ákvörðun að starfsemi gæti ekki haldið áfram í sundlauginni á grundvelli öryggissjónarmiða, ekki síst með hliðsjón af því um hvers konar starfsemi er að ræða.“
Húsnæðismál Börn og uppeldi Sundlaugar Mosfellsbær Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira