Idol-þáttur kvöldsins var sá síðasti sem ekki var sýndur í beinni útsendingu og fyrir framan áhorfendur í sal.
Þeir keppendur sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eru: Elísabet, Birgitta, Stefán Óli, Anna Fanney, Rakel, Björgvin, Jóna Margrét og Ólafur Jóhann.
Næsti Idol-þáttur verður sýndur næstkomandi föstudagskvöld. Þá verða áhorfendur í sal og hægt er að kaupa sér miða að keppninni hér.
Hér fyrir neðan má sjá klippu úr þarsíðasta þætti, þeim sem var sýndur 28. desember, þegar rappkvartett keppenda sló í gegn: