Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 14:51 Alexander Isak var sjóðheitur og skoraði tvennu gegn Sunderland James Gill - Danehouse/Getty Images Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift. Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift.
Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0
Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01
Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00