„Kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn“ Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 07:30 Freyr Alexandersson, þjálfaði Lyngby við góðan orðstír og er þakklátur öllum hjá félaginu fyrir traustið nú þegar að hann hefur verið keyptur til belgíska liðsins KV Kortrijk Vísir/Getty Á tímamótum lítur Freyr Alexandersson, sem hefur tekið að sér nýtt þjálfarastarf hjá KV Kortijk í Belgíu, stoltur yfir tíma sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“ Danski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“
Danski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira