Þeir keppendur sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eru: Elísabet, Birgitta, Stefán Óli, Anna Fanney, Rakel, Björgvin, Jóna Margrét og Ólafur Jóhann.
Birgitta sló heldur betur í gegn í síðasta þætti þegar hún flutti lagið Stand up með Cynthia Erivo.
Lygilegur flutningur og stóð Bríet meðal annars upp þegar Birgitta fór í háu nóturnar.
Hér að neðan má sjá þennan magnaða flutning.
Áskrifendur geta séð alla Idol-þættina á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.