Enginn þarf að flytja út sem vill það ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 8. janúar 2024 11:58 Skálatún var stofnað fyrir 70 árum síðan. Vísir/Vilhelm Íbúar Skálatúns eru í algjörum forgangi hjá Mosfellsbæ að sögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Aðstandendur hafa lýst því að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um starfsemina. Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34
„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28