Forsetinn sendir skeyti en mæting afþökkuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2024 16:59 Guðni Th. jóhannesson og Eliza Reid eiga innan við hálft ár eftir í hlutverkum sínum sem forsetahjón Íslands. vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis. Þetta kemur fram í svari Unu Sighvatsdóttur, sérfræðings hjá embætti forseta Íslands, við fyrirspurn Vísis þess efnis hvort forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid yrðu viðstödd athöfnina. „Forsetahjón fara ekki til Danmerkur og að ég tel víst enginn ráðherra, enda fengum við þau skilaboð frá prótókól dönsku hallarinnar að ekki sé gert ráð fyrir neinni aðkomu fulltrúa erlendra ríkja við þetta tækifæri. Hinsvegar mun forseti Íslands senda bæði Margréti drottningu og nýjum konungi heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,“ segir í svari Unu. Ekki muni vera hefð í Danmörku fyrir krýningarathöfn, eins og sást í Bretlandi á síðasta ári þegar Karl tók við konungstign. Krúnuskiptin í Danmörku fari fram með mjög látlausum hætti á ríkisráðsfundi klukkan 14:00. „Þar ritar drottning undir yfirlýsingu um að hún afsali sér krúnunni. Að fundinum loknum mun Mette Frederiksen lýsa því yfir að hans hátign Friðrik X sé konungur Danmerkur, af svölum Kristjánsborgarhallar. Frá þeirri stundu tekur hann við öllum skyldum þjóðhöfðingjans í samræmi við danska stjórnarskrá,“ segir í svari Unu. Þá hafi forsetaembættið einnig fengið þær upplýsingar að Margrét Þórhildur muni áfram bera titilinn hennar hátign Margrét drottning, en eiginkona Friðriks fái titilinn hennar hátign María drottning. Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08 „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Unu Sighvatsdóttur, sérfræðings hjá embætti forseta Íslands, við fyrirspurn Vísis þess efnis hvort forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid yrðu viðstödd athöfnina. „Forsetahjón fara ekki til Danmerkur og að ég tel víst enginn ráðherra, enda fengum við þau skilaboð frá prótókól dönsku hallarinnar að ekki sé gert ráð fyrir neinni aðkomu fulltrúa erlendra ríkja við þetta tækifæri. Hinsvegar mun forseti Íslands senda bæði Margréti drottningu og nýjum konungi heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,“ segir í svari Unu. Ekki muni vera hefð í Danmörku fyrir krýningarathöfn, eins og sást í Bretlandi á síðasta ári þegar Karl tók við konungstign. Krúnuskiptin í Danmörku fari fram með mjög látlausum hætti á ríkisráðsfundi klukkan 14:00. „Þar ritar drottning undir yfirlýsingu um að hún afsali sér krúnunni. Að fundinum loknum mun Mette Frederiksen lýsa því yfir að hans hátign Friðrik X sé konungur Danmerkur, af svölum Kristjánsborgarhallar. Frá þeirri stundu tekur hann við öllum skyldum þjóðhöfðingjans í samræmi við danska stjórnarskrá,“ segir í svari Unu. Þá hafi forsetaembættið einnig fengið þær upplýsingar að Margrét Þórhildur muni áfram bera titilinn hennar hátign Margrét drottning, en eiginkona Friðriks fái titilinn hennar hátign María drottning.
Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08 „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01
Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25