Þetta var samþykkt á sérstökum aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn.
Í tilkynningu frá Viaplay Group segir að endurfjármögnunaráætlun félagsins muni afla fjögurra milljarða sænskra króna, um 54 milljarða íslenskra króna, með útgáfu nýrra hluta ásamt leiðréttingu eða endursamkomulagi á núverandi skuldum.
Á fundinum var einnig samþykkt sala á hlutum félagsins í mið- og austur-evrópska framleiðandanum Paprika til ungverska búnaðarins Poblano.
Samhliða endurfjármögnuninni láta núverandi hluthafar Viaplay af stöðu sinni. Gengi félagsins lækkaði mikið síðasta árið og er ætlunin að rétta úr kútnum með samþykktri endurskipulagningunni.
Viaplay er með milljónir áskrifenda bæði í Evrópu og Norður-Amerínu en streymisveitan var stofnuð árið 2007 og opnaði á Íslandi árið 2020. Á síðasta ári gerði Sýn víðtækan samstarfssamning við Viaplay sem fól í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2.
Vísir er í eigu Sýnar.