Hún ákvað að opna fyrir ástinni í sínu eigin lífi. Og vera þannig sjálf að nota þá tækni og þau ráð sem hún kennir. En hún hefur verið að kenna gríðarlega vinsæla markmiðasetningu í lífsþjálfunar prógrammi sínu þar sem þúsundir kvenna hafa notið hennar ráðgjafar. Og nú hefur draumurinn um ástina ræst. Vala Matt fór og ræddi við Lindu og kærastann hennar Jaime Mira D´ors og var viðtalið birt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
„Þegar ég hef átt kærasta vildi ég halda einkalífinu út af fyrir mig. Þegar ég kynntist honum þá setti ég mynd af okkur á samfélagsmiðla öðrum degi. Sjáið þetta! Þetta er æðislegt, ég er svo glöð,“ segir Linda P og heldur áfram.
„Þetta var í raun ást við fyrstu sýn. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Mér finnst svo erfitt að tala um þetta fyrir fram alþjóð og mér finnst betra að halda einkalífinu mínu prívat en á sama tíma hugsaði ég, að mig langaði samt að sýna konum að þetta sé allt mögulegt.“
Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Lindu og Jaime en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2.